Um okkur

Þ.Á. bílar er vaxandi fyrirtæki á sviði hópaksturs. Eigendurnir Þórir Jónsson (s: 898-1821) og Ásmundur Sigurðsson (s: 894-4330) hafa báðir áratuga reynslu af akstri og viðhaldi hópbifreiða. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að bjóða uppá góða og vel búna bíla sem henta við öll tækifæri, hvort sem á að skreppa í leikhús, fara inní Þórsmörk eða keyra hringinn um landið.

Hjá fyrirtækinu starfa bílstjórar sem hafa áratuga reynslu af akstri hópferðabifreiða. Ekkert verkefni er of stórt og ekkert verkefni er of lítið, þar sem fyrirtækið býður uppá allar stærðir af bílum.

Þ.Á. bílar eru með höfuðstöðvar að Gagnheiði 36, 800 Selfossi en taka að sér verkefni um allt land.